133. löggjafarþing — 70. fundur,  13. feb. 2007.

rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

542. mál
[20:54]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég vil leggja á það áherslu að orkufrekur iðnaður á nokkru hlutverki að gegna í hagkerfi framtíðarinnar. Það er skynsamlegt að hafa möguleika á því sviði í huga þegar um er að ræða mismunandi stig hagsveiflunnar.

En ég ítreka það sem ég sagði áður, hann hefur aðeins tilteknu hlutverki að gegna í miklu fjölbreytilegra, miklu blómlegra atvinnulífi sem einkennist miklu fremur af smáfyrirtækjum og meðalstórum fyrirtækjum.