133. löggjafarþing — 70. fundur,  13. feb. 2007.

rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

542. mál
[21:40]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Með fullri kurteisi á þessi umræða kannski ekki heima í þessu stutta andsvari og ég vil segja það eitt um hana að ef fyrirtæki kaupa sér kvóta erlendis frá hljóta þau að setja hann í hinn almenna kvóta Íslendinga sem minnkar þá væntanlega umsvif Íslendinga til að nýta sér þessa kvóta. Þessir kvótar eru engan veginn óháðir því sem gerist í lok ársins 2012.

Það sem er hins vegar aðalmálið hérna er að hæstv. umhverfisráðherra ætlar sér að byggja upp stóriðju sem fer fram úr íslenska ákvæðinu í tengslum við Kyoto-bókunina. Hún notfærir sér þess vegna ekki eitt af mjög fáum tækjum sem við höfum til að hafa einhverjar hömlur á stóriðjuuppbyggingunni þau 4–10 ár sem hér um ræðir.