133. löggjafarþing — 70. fundur,  13. feb. 2007.

rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

542. mál
[21:41]
Hlusta

umhverfisráðherra (Jónína Bjartmarz) (F) (andsvar):

Herra forseti. Við eigum þess kost, vonandi fljótlega, að ræða frumvarp um takmörkun á losunarheimildum gróðurhúsalofttegunda og hafa til þess meiri tíma og svigrúm og ég fagna því, (ÖS: Er það komið fram?) en síðan langaði mig í lokin á þessum andsvörum að árétta það, af því að menn eru að tala um hömlulausa stóriðjustefnu, hömlulaus áform, að ég vil frekar tala fyrir því að við ráðumst hömlulaust í friðlýsingar náttúruverðmæta okkar, tala fyrir hömlulausri náttúruvernd. Það eru þeir hagsmunir sem ég vil standa vörð um í þessu samhengi og ástæðan fyrir því að ég tók þátt í þessari umræðu í dag er að hluti af því frumvarpi og þeim ákvæðum sem eru í þessu frumvarpi sem við höfum verið að ræða fjallar um verndaráætlun, vernd náttúruauðlindanna (Forseti hringir.) og á að vinna á forsendum og forræði umhverfisráðuneytisins.