133. löggjafarþing — 71. fundur,  14. feb. 2007.

stuðningur Íslendinga við hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna.

565. mál
[12:33]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Mér er eins og mörgum öðrum Íslendingum þungt í brjósti og hef litið á stuðning okkar Íslendinga við innrás Bandaríkjahers inn í landhelgi og inn á land Íraks sem einn svartasta blett í sögu lýðveldis okkar. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að hlusta á svar hæstv. forsætisráðherra varðandi þá spurningu hvort við ættum ekki að draga stuðning okkar til baka, hann taldi að hann væri ekki í gildi lengur. Stuðningurinn var veittur, hann er í gildi þar til við biðjum íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa látið draga okkur inn í það stríð sem enn stendur og því miður er enn þá og virðist vera fullur stuðningur við þau ríki sem taka þátt í (Forseti hringir.) í þessu stríði og að því er virðist í komandi styrjöldum á þessu svæði, eins og stuðningurinn við Ísrael.