133. löggjafarþing — 71. fundur,  14. feb. 2007.

námstími til stúdentsprófs.

491. mál
[13:15]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Í bók sem ég átti aðild að fyrir um það bil 20 árum var málflutningur af þessu tagi kallaður tungufoss. Mér finnst koma til álita að forsætisnefnd skoði það hvort ekki er hægt að gefa hæstv. ráðherra sem hér talaði u.þ.b. tvöfaldan eða þrefaldan tíma í fyrirspurnum til að svara spurningum, því hún þarf mjög langt mál til að svara.

Spurt var: Er hættan liðin hjá? Svar menntamálaráðherra var já. Loftvarnarflauturnar sem gullu fyrir nokkrum missirum hljóma nú aftur með sinn slitrótta fagnaðarboðskap um að hættan sé liðin hjá í skólum landsins, sérstaklega framhaldsskólunum. Kennararnir, stjórnarandstaðan, almenningur, nemendur og foreldrar tóku völdin af hæstv. menntamálaráðherra og Sjálfstæðisflokknum. Hættan er liðin hjá.