133. löggjafarþing — 71. fundur,  14. feb. 2007.

aflagning dagabátakerfisins.

246. mál
[14:18]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Það er alltaf jafnsérstakt að heyra hæstv. sjávarútvegsráðherra færa rök fyrir máli sínu en hann sagði hér að hann hafi haldið uppi vörn fyrir kerfið, handfærakerfið.

Ég bara spyr: Hverjum var hann að verjast? Var hann ekki að verjast sjálfum sér? Sótti hann ekki á sem fulltrúi LÍÚ að eyðileggja þetta kerfi? Ég man ekki betur en að það hafi einmitt verið hann sem vildi kollvarpa því kerfi. Þegar hann talar hér um að verja kerfið er hann að verjast sjálfum sér.

Það er náttúrlega með ólíkindum að verða vitni að slíkum málflutningi hjá sjávarútvegsráðherra. Við verðum að gæta að því að þessi breyting hrundi af stað ferli sem ég vil ekki kalla þróun heldur afturför fyrir margar byggðir. Byggðir sem byggðu á þessum handfæraafla, byggðir eins og t.d. Norðurfjörður á Ströndum. (Forseti hringir.) Það er alveg ótrúlegt að verða vitni að þessum málflutningi hæstv. ráðherra.