133. löggjafarþing — 71. fundur,  14. feb. 2007.

vetnisrannsóknir og eldsneyti.

557. mál
[14:52]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Þetta er mjög áhugavert mál frá mörgum hliðum séð og horfir til framtíðar. Ég veit að hér er lítið þjóðfélag og, eins og hv. þm. Hjálmar Árnason benti á, við getum með auðveldum hætti stundað þessar rannsóknir, við höfum allt til þess og m.a. í samvinnu við aðra.

Hins vegar er það nú svo að það þarf raforku til að framleiða vetni. Margir hafa bent á að í landi eins og Íslandi, með mikla raforkumöguleika, gæti verið áhugavert — án þess að ég sé neitt að gera lítið úr vetnisrannsóknum — að reyna að þróa frekari möguleika á notkun raforku í samgöngutækjum. Við þurfum einnig að (Forseti hringir.) huga sérstaklega að því, hæstv. forseti.