133. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018.

575. mál
[12:13]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þjóðin þekkir það að ríkisstjórnin hefur lagt ríka áherslu á uppbyggingu í samfélaginu og lagt ríka áherslu á að efla efnahag okkar Íslendinga. Árangur og afrakstur þessa mikilvæga starfs birtist í dag með því að við erum miklu betur í stakk búin en nokkru sinni fyrr til þess að takast á við það mikilvæga verkefni sem uppbygging samgöngukerfisins er.

Ég tel að það sé engin ástæða fyrir hv. þingmann til að efast um trúverðugleika. Við höfum tekið ákvarðanir alveg án þess að hika um frestun framkvæmda. Nú tel ég að samgöngumálin eigi að vera og verði í forgangi á þessu tímabili og ég tel að það sé í þágu þjóðarinnar.