133. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018.

575. mál
[12:15]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og við þekkjum hafa verið í gangi á Austurlandi, í kjördæmi hv. þingmanns, stærstu og mestu framkvæmdir Íslandssögunnar. Ekki eru í augsýn nokkrar framkvæmdir á sviði stóriðju sem jafnast á við þær framkvæmdir sem hafa verið á Austurlandi.

Ég sé því ekki nokkra minnstu ástæðu, nema sú hætta væri yfirvofandi að Samfylkingin kæmist til valda, til að framkvæmdum í samgöngumálum yrði frestað. Engar efnahagslegar forsendur blasa við sem benda til þess að við ættum ekki að geta haldið þessari áætlun úti nema það að Samfylkingin auki áhrif sín í þjóðfélaginu.