133. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018.

575. mál
[15:45]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil gjarnan svara þessari spurningu sem snýr að miklum hagsmunum kjördæmis hv. þm. Björgvins G. Sigurðssonar. Hún snýr einnig að hagsmunum okkar Austfirðinga sem þurfum gjarnan að aka þessa leið. Mér skilst að umferðarsérfræðingar sem leitað hefur verið til erlendis telji að 2+1 vegur muni duga. En ég held að það komi skýrt fram í þessari áætlun að áform eru um að byggja 2+2 veg. Það sýnir þann stórhug sem er í áætluninni og vilja okkar til að horfa til lengri framtíðar.

Við sjáum þá aukningu sem þarna hefur orðið á umferðinni. Menn reikna með að hún muni bara aukast. Því teljum við fulla ástæðu til að ráðast í þennan veg með 2+2 aðferðinni eins og hæstv. samgönguráðherra leggur til í áætlun sinni.