133. löggjafarþing — 73. fundur,  19. feb. 2007.

einkavæðing Iðnskólans í Reykjavík.

[15:14]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Hæstv. ráðherra verður að tala skýrar. Hún talaði eins og að hugmyndir væru komnar utan úr bæ um einn stærsta framhaldsskóla landsins sem heyrir undir ráðherra og hún ber ábyrgð á. Mér finnst þetta kæruleysislegt. Það stendur líka í fréttinni, með leyfi forseta:

„Undirbúningur sameiningar skólanna hefur staðið yfir í allnokkurn tíma og er nú á lokastigi.“

Hverju svarar hæstv. ráðherra? Er þetta mál sem ráðherra kemur ekkert við? Ég krefst þess að ráðherra svari því hvar þetta mál er statt af hálfu ráðherrans sem ber ábyrgð á því. Eru það áform ráðherrans að láta þessa einkavæðingu koma til framkvæmda í vor eins og fréttatilkynning frá þessum aðilum segir til um og ráðherra ætti að vera fullkunnugt um? Ráðherra verður að svara skýrt en viðhafa ekki svona undanbrögð.