133. löggjafarþing — 73. fundur,  19. feb. 2007.

vaxtarsamningur fyrir Norðurland vestra.

[15:31]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég held að hv. þingmaður noti um þetta óþarflega sterk orð og óþarflega hörð áfellisorð. Ég held að þessi þróun þarna sé alvarlegri en svo að hún verði afgreidd með einföldum stóryrðum. Vissulega hefur verið unnið að því að fjölga þarna opinberum störfum. Ég nefni umsjón með fæðingarorlofi og ég nefni önnur verkefni á vegum félagsmálaráðuneytisins en það er mjög mikilvægt og er sameiginlegt markmið, vonandi okkar allra, að vinna að byggðaframförum með jafnræði að leiðarljósi og einnig með það að leiðarljósi sem er grundvallaratriðið í vaxtarsamningunum að virkja og efla og styrkja frumkvæði heimamanna sjálfra.