133. löggjafarþing — 73. fundur,  19. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2010.

574. mál
[15:59]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Í þessu andsvari mínu spyr ég hæstv. ráðherra um lagalegar heimildir fyrir því að Spölur hf. geti haldið óbreyttu gjaldi í gegnum göngin til að fjármagna aðrar vegaframkvæmdir. Í frétt frá 15. janúar 2001 segir, með leyfi forseta:

„Fulltrúar Spalar og Vegagerðarinnar hafa undirritað samkomulag þar sem kemur fram að samningsaðilar séu sammála um nauðsyn framkvæmda við hringveginn á Kjalarnesi og við Hvalfjarðargöng“ og að þeir hafi ákveðið að lækka ekki gjöldin í gegnum Hvalfjarðargöngin heldur taka peningana, 15–20% sem getur numið 200–300 millj. kr. á ári, til að fjármagna aðrar vegaframkvæmdir en snerta Hvalfjarðargöngin.

Ég spyr ráðherra: Er þetta lagalega heimilt?