133. löggjafarþing — 73. fundur,  19. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2010.

574. mál
[16:09]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég veit ekki á hvaða ferð Samfylkingin er en mér sýnist að sú ferð hefði ekki átt að hefjast ef marka má málflutning hv. þingmanna. Hv. síðasti ræðumaður talaði eins og hann hafi ekki verið upplýstur eða alls ekki tekið þátt í umræðu, hvað þá að hann hafi tekið eftir því sem hefur verið að gerast á undangengnum árum. Ég ætla að biðja hv. þingmann, vegna þess að hann er með þessi stóryrði um samgönguáætlunina, að hugleiða hvort það góða fólk sem hefur unnið við gerð samgönguáætlunarinnar hljóti ekki að undrast stóryrði hans.

Ég hlýt að beina athygli hv. þingmanns að því að lesa ályktun Samtaka verslunar og þjónustu sem birtist á heimasíðu samtakanna um þessar mundir þar sem samgönguáætluninni er sérstaklega fagnað. (Forseti hringir.) Það hefur ekki heyrst í herbúðum Samfylkingarinnar.