133. löggjafarþing — 73. fundur,  19. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2010.

574. mál
[17:10]
Hlusta

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef ekki séð verkáætlun um hvenær eigi að bjóða út Akureyrarflugvöll, það getur vel verið (KLM: Flugstöðin er ekki inni.) að möguleikar séu á því að hraða lengingu flugvallarins, ekki skal ég um það segja. Auðvitað yrði ég mjög ánægður yfir því eins og hv. þingmaður. Í ræðu minni fyrir helgi tók ég sérstaklega fram að ég saknaði þess að ekki væru fjármunir til flugstöðvarinnar, ég talaði um 200–300 millj. kr. Við vitum að flugstöðin er komin til ára sinna og getur illa tekið við millilandaflugi. Það er því nauðsynlegt að stækka hana og búa flugvöllinn og þá byggingu góðum tækjum og góðum aðbúnaði.