133. löggjafarþing — 73. fundur,  19. feb. 2007.

málefni aldraðra.

560. mál
[22:29]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér er alltaf verið að stagla á því að hæstv. ráðherra eigi þrjá mánuði eftir í embætti. Það veit bara ekki nokkur lifandi maður. Það getur farið þannig að ráðherrann verði áfram í þessum stól og ég sækist eftir því. (Gripið fram í.) Já, það kemur bara í ljós. Menn geta því hætt að staglast á því endalaust og skemmt sér yfir því eins og ég sé að hv. þingmenn eru að gera. Þetta er alla vega málaflokkur sem sú er hér stendur vill gjarnan spreyta sig á áfram.

Ég tel að það þurfi að undirbúa þessa breytingu. Þess vegna er sett inn í frumvarpið að hún eigi að taka gildi 1. janúar 2008. Meti heilbrigðis- og trygginganefnd það svo að þetta geti tekið skemmri tíma er það þá til skoðunar. Ef þingið vill að þetta nýja fyrirkomulag taki gildi fyrr sé ég alveg ákveðin rök fyrir því líka en það verður auðvitað að vera hægt að koma þessum nefndum upp, þessum 6–9 fagnefndum, og það tekur örugglega tíma. Þær þarf að skipa og setja þetta nýja fyrirkomulag í gang. Þetta er það mat sem við höfðum á gangi mála, að eðlilegt væri að gefa þennan aðlögunartíma ef frumvarpið yrði samþykkt, væntanlega um miðjan mars. Þingið á að ljúka vinnu í kringum 15. mars.

Varðandi þá sem eru á biðlista þá höfum við gert rannsóknir á biðlistum í Hafnarfirði og Reykjavík. Það er verið að vísa í þá biðlista, það er hátt hlutfall sem er á þeim biðlistum sem telur sig geta verið áfram heima og líka aðstandendur þeirra. Reyndar voru þeir líka spurðir í Hafnarfirði sem komnir voru inn á stofnun og þeir töldu sig hafa getað verið lengur heima með auknum stuðningi