133. löggjafarþing — 74. fundur,  20. feb. 2007.

stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða og Rafmagnsveitur ríkisins.

570. mál
[13:50]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Í fyrsta lagi er ekki um neina einkavæðingu að ræða eins og hv. þingmaður virðist halda. Í öðru lagi verður virkjunarrétturinn áfram hjá þessum félögum jafnvel þótt Landsvirkjun fari með fyrirsvar eignarhaldsins fyrir hönd ríkisins þannig að það verður engin sérstök breyting á því og engin ástæða til þess að ætla það. Miðað við afstöðu hv. þingmanns sé ég ekki alveg hversu miklu máli það skiptir varðandi sjónarmið hans. En ég sé á hv. þingmanni að hann ætlar að útskýra það nánar fyrir okkur.