133. löggjafarþing — 74. fundur,  20. feb. 2007.

stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða og Rafmagnsveitur ríkisins.

570. mál
[15:49]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Við hljótum að mælast til þess við hæstv. forseta að umræðunni verði ekki fram haldið fyrr en ráðherrarnir eru mættir í salinn og geti setið undir henni og svarað þeim spurningum sem til þeirra er beint, svarað fyrir það sem þeim er borið á brýn. Svo hefur ekki verið núna og það hlýtur að vera lágmarkskurteisi að umræðum verði ekki lokið án þess að hæstv. ráðherrar fái sér sæti í salnum og hlusti á mál manna.