133. löggjafarþing — 74. fundur,  20. feb. 2007.

lokafjárlög 2005.

440. mál
[19:07]
Hlusta

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Drífa Hjartardóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er alveg sammála hv. þm. Margréti Frímannsdóttur að þetta lítur ekki vel út. Þannig var að formaður fjárlaganefndar var veikur og gat ekki mætt til fundar og svo var um fleiri. Það var að ganga flensa og það var vegna veikinda að við vorum aðeins fjögur, staðan var þannig en það þurfti að afgreiða málið út.