133. löggjafarþing — 75. fundur,  21. feb. 2007.

eftirlit með gasbúnaði í hjólhýsum.

344. mál
[13:31]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Magnús Stefánsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég tel rétt að koma aftur og leiðrétta, mér fannst gæta örlítils misskilnings í máli hv. þingmanns. Ég talaði ekki um það í svari mínu að færa ábyrgðina á þessu frá Vinnueftirlitinu. Það er alveg skýrt hvar hún liggur samkvæmt lögum. Hins vegar er rétt að árétta að Vinnueftirlitið er að þróa samstarf (SigurjÞ: Ætlarðu að halda í þetta?) bæði með tollstjóraembættinu og Umferðarstofu um að þessir aðilar vinni saman að þessu eftirliti. Ég tel það mjög eðlilegt og gott en ég hef ekki sagt að færa eigi ábyrgðina á þessu eftirliti frá Vinnueftirlitinu. Það er alveg skýrt samkvæmt lögum og reglum þar um.