133. löggjafarþing — 78. fundur,  26. feb. 2007.

umræðuefni í athugasemdum.

[15:25]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Í fundarstjórn forseta áðan var henni hagað þannig, reyndar vegna þess hversu margir báðu um orðið, að ég hafði ekki tök á að ræða við hæstv. ráðherra um þær spurningar sem ég lagði fyrir hæstv. ráðherra. Ég tel mjög mikilvægt að hæstv. forseti leyfi mér að inna hana eftir svörunum.

Ég spurði um yngri hjúkrunarsjúklinga.

(Forseti (SP): Forseti getur ekki leyft hv. þingmanni að halda áfram með efnislega umræðu um þetta mál. Hv. þingmaður óskaði eftir að ræða um fundarstjórn forseta.)

Já, ég tel mjög mikilvægt að forseti hagi fundarstjórn þannig að ég fái að kalla eftir viðbrögðum ráðherra vegna reglugerðar sem felur það í sér að fólk undir 67 ára aldri á hjúkrunarheimilum fær rukkanir sem er ekki heimilt samkvæmt þeirri reglugerð sem ég er hér með undir höndum.

(Forseti (SP): Þegar verið er að ræða um störf þingsins undir liðnum …)

Ég er a.m.k. búin að koma þessu til hæstv. (Forseti hringir.) ráðherra. (Forseti hringir.)