133. löggjafarþing — 78. fundur,  26. feb. 2007.

umræðuefni í athugasemdum.

[15:26]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Hv. þingmaður á ekki að grípa fram í fyrir forseta þegar forseti er að útskýra undir hvaða lið í þingsköpum er verið að ræða þetta mál. Það er sagt alveg skýrt og klárt: „Umræður um athugasemdir mega ekki standa lengur en í tuttugu mínútur.“

Því miður er það þannig að ýmsir hv. þingmenn komast ekki á mælendaskrá en vildu gjarnan ræða málið og við því er ekkert að segja.