133. löggjafarþing — 78. fundur,  26. feb. 2007.

Verðlagsstofa skiptaverðs o.fl.

644. mál
[21:56]
Hlusta

sjávarútvegsráðherra (Einar K. Guðfinnsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er auðvitað með þetta framsal eins og annað að það lýtur auðvitað nákvæmlega lögunum um framsalið eins og gert er ráð fyrir því í lögum um stjórn fiskveiða. Það er ekkert öðruvísi. Þetta er einfaldlega þannig að það er ein útgerð sem framselur hluta af aflaheimildum sínum til annarrar útgerðar og síðan er það sú útgerð sem tekur ákvörðun um það hvort hún vilji nýta þær aflaheimildir til að veiða eða hvort hún skili þeim aftur eða hvernig þessu er síðan ráðstafað. Þetta er auðvitað bara eðli þessa máls, þannig að það þarf ekkert að gera þetta neitt tortryggilegt.