133. löggjafarþing — 79. fundur,  27. feb. 2007.

íslenska táknmálið.

630. mál
[17:47]
Hlusta

Sæunn Stefánsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson nefndi nokkurn veginn sama hlutinn, að mínu mati, í ræðu sinni fyrr í umræðunni þar sem við ræddum hvernig við á einhvern hátt öll berum ábyrgð á því að þessi mál nái fram að ganga og við berum öll ábyrgð á því hvernig einmitt staðan er í dag.

Ég hef verið varaþingmaður á þessu kjörtímabili en í haust tók ég sæti sem þingmaður og hef verið í vetur. Ég hef ekki áður fengið tækifæri til að styðja við frumvarpið og ég vil segja, frú forseti, að ég er ekki vön að leggja nafn mitt við frumvörp sem ég ætla mér ekki að beita mér af fullum krafti við að hljóti þinglega meðferð og nái fram að ganga.