133. löggjafarþing — 79. fundur,  27. feb. 2007.

íslenska táknmálið.

630. mál
[17:57]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er augljóst að það er stuðningur við þetta mál innan Sjálfstæðisflokksins. Þeir hv. þingmenn sem eru meðflutningsmenn væru það ekki nema þeir styddu það. Það hefur líka komið fram í blaðaviðtali við hv. þm. Sigurlín Margréti Sigurðardóttur að hún hefur átt tal við menntamálaráðherra þar sem þær hafa farið yfir þetta mál og rætt það mjög í grundvallaratriðum. Ég segi bara eins og það er að það er stuðningur við málið. Það hefur reyndar komið fram í ræðum annarra þingmanna að það er stuttur tími eftir til loka þings (Gripið fram í.) en ég á von á því að stjórnarandstaðan leggi sitt af mörkum við að afgreiða mál hér þannig að m.a. þetta mál fái nokkurn framgang. Ég veit að hv. þm. Össur Skarphéðinsson mun sérstaklega leggja mikið á sig til þess að mál fái hér framgang og þá kannski ekki síst þetta mál.