133. löggjafarþing — 79. fundur,  27. feb. 2007.

íslenska táknmálið.

630. mál
[18:13]
Hlusta

Bryndís Haraldsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Sigurlín M. Sigurðardóttur fyrir að mæla fyrir þessu máli og vekja mig og vonandi aðra þingmenn til umhugsunar um mikilvægi þess. Ég hef ekki orðið vitni að því að þetta mál hafi verið flutt í þingsölum áður. Mér finnst það í rauninni snúa að mannréttindum og því að við tryggjum að allir hópar í þjóðfélagi okkar taki þátt í samfélaginu.

Ég þekki ekki þá erfiðleika sem heyrnarlausir, heyrnarskertir og daufblindir glíma við á hverjum degi við að sinna sínum daglegu erindum. Mér fannst grátlegt að hlusta á flutningsræðuna áðan og heyra þær dæmisögur sem þar voru nefndar. Mér finnst mjög ánægjulegt að sjá hversu margir þingmenn eru meðflutningsmenn að þessu frumvarpi og ég vona svo sannarlega að þrátt fyrir að stutt sé í þinglok takist þinginu að afgreiða þetta mál í lokin.