133. löggjafarþing — 80. fundur,  28. feb. 2007.

fjárskuldbindingar ráðherra fyrir hönd ríkisins.

584. mál
[12:50]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Virðulegi forseti. Það verður að segjast eins og er að oft er broslegt að fylgjast með ráðherrum í aðdraganda kosninga þar sem þeir mæta á hinum ýmsu stöðum og segja frá því hvað þá hefði langað til að gera eða ætla að gera í framtíðinni ef þeir fá að vera áfram ráðherrar. En þetta er það sem við höfum búið við og það hefur verið í vaxandi mæli.

En það er ekki bara þannig, heldur hefur ríkisstjórnin sjálf gengið fram í því að binda hendur þeirra sem taka við völdum eftir kosningarnar í vor. Gott dæmi um það er t.d. sauðfjársamningurinn sem ekkert rak á eftir að yrði búið að gera fyrir kosningar. Hvers vegna var hann gerður? Það er enginn vafi á því að það er vegna þess að ríkisstjórnin og kannski líka viðsemjendurnir vildu vera búnir að ljúka því af fyrir kosningar. Þeir eru nefnilega hræddir um að menn vilji hafa einhverja aðrar aðferðir við þetta, (Forseti hringir.) þeir sem hugsanlega taka við eftir kosningarnar.