133. löggjafarþing — 80. fundur,  28. feb. 2007.

hækkun raforkugjalda.

563. mál
[13:39]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Mig langar til að bera upp eina fyrirspurn til hæstv. ráðherra og hún er: Efast hæstv. ráðherra ekki um að það sé skynsamlegt að leysa eiginfjárþörf Landsvirkjunar með því að leggja Rarik og Orkubú Vestfjarða undir Landsvirkjun? Hver telur hæstv. ráðherra að verði arðsemiskrafa Landsvirkjunar til þessara fyrirtækja í framtíðinni? Það liggur fyrir að lágmarksarðsemiskrafa vegna Landsnets er 6% en ég tel að sú gjörð sem ríkisstjórnin stendur nú fyrir, þ.e. að leggja fyrirtækin undir Landsvirkjun, muni hafa í för með sér enn meiri hækkun á raforkuverði í landinu og lama þessi fyrirtæki til þess að stækka og eflast í framtíðinni til að skaffa lágt og eðlilegt raforkuverð til neytenda. Við erum í raun og veru að halda áfram leiknum sem hófst þegar stóriðjuuppbyggingin hófst (Forseti hringir.) á Íslandi, þ.e. að láta almenna neytendur í landinu borga hluta af brúsanum.