133. löggjafarþing — 82. fundur,  28. feb. 2007.

virðisaukaskattur.

558. mál
[16:25]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Virðisaukaskattur á matvæli hefur nú verið lækkaður verulega og munu matvæli lækka fyrir bragðið til neytenda. Að sama skapi hefur Alþingi ákveðið að afnema vörugjöld af matvælum. Hvoru tveggja naut stuðnings Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs með einni undantekningu þó. Við vildum hlíta ráðgjöf Lýðheilsustöðvar sem lagði til að virðisaukinn yrði ekki lækkaður á gosdrykkjum og sykruðum drykkjum og vörugjöld af þeim vörum ekki felld niður.

Það sem hlýtur að verða okkur til umhugsunar í þinginu er að við skulum setja á laggirnar stofnanir á borð við Lýðheilsustöð, sem starfar samkvæmt lögum frá 2003, og hafa síðan að engu þá ráðgjöf sem frá þeirri stofnun kemur. (Forseti hringir.) Hlýtur þetta ekki að verða Alþingi til umhugsunar?

(Forseti (BÁ): Og þingmaðurinn segir?)

Ég segi bara allt gott. [Hlátur í þingsal.] Ég segi já.