133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

tilkynning um dagskrá.

[10:31]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill tilkynna að um kl. 1.30, að loknu hádegishléi, fer fram utandagskrárumræða um heilbrigðismál á Austurlandi. Málshefjandi er hv. þm. Þuríður Backman. Hæstv. heilbrigðisráðherra verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.