133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

orð þingmanns um meðferðarstofnanir.

[11:01]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

(Gripið fram í: … bera af sér sakir.) Bera af sér sakir? Forseti hefur haft þá meginstefnu að þingmenn komi ekki upp til að bera af sér sakir nema um mjög sérstakar ástæður sé að ræða. Hún hefur hins vegar leyft að menn ræði um ákveðið efni undir liðnum um fundarstjórn forseta án þess að stöðva ræður þeirra og hv. þingmaður getur fengið að ræða hér undir liðnum um fundarstjórn forseta.