133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

varnir gegn landbroti.

637. mál
[12:47]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Við erum að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 91/2002, um varnir gegn landbroti. Hv. þm. Jóni Bjarnasyni er tíðrætt um vatnalögin sem alls ekki eru á dagskrá og við erum ekki að ræða efnislega um vatnalögin. Mig langar samt sem áður að fara nokkrum orðum um það frumvarp sem hér liggur frammi og spyrja hv. þingmann Vinstri grænna sem vill láta fara mikið fyrir sér sem umhverfisvænum stjórnmálaflokki og ég held að það sé tími til kominn að við förum að ræða svolítið við Vinstri græna einmitt um umhverfismálin.

Hvað vilja Vinstri grænir hvað varðar stjórn á vatni í landinu? Ég vil fá svar við því. Hvað vilja Vinstri grænir gera varðandi notkun og stjórn á vötnum landsins? Vilja Vinstri grænir ekki hagnýta vatnið (Landbrh.: Þeir vilja að ríkið eigi allt.) til góðra verka og til framfara í landi okkar? (Gripið fram í.) Við skulum fá að heyra svolítið sjónarmið Vinstri grænna nákvæmlega og akkúrat um það hvernig þeir vilja hagnýta vatnið á Íslandi og til góðra verka. Þarf ekki einmitt (Gripið fram í.) þess vegna að hafa löggjöf um það hver ráði yfir vatninu og hvernig það er notað?

Við höfum sem betur fer í samfélagi okkar haft tækifæri til þess að nýta vatnið til góðra verka. Mig langar að vita nákvæmlega hvernig Vinstri grænir ætla að sjá fyrir sér stjórn og hagnýtingu á sjálfbærri þróun án þess að við höfum löggjöf einmitt um notkunina á vatninu. Vatnið er að skila okkur miklum ávinningi hér á landi. Við skulum aðeins fara yfir umhverfismálin hvað það varðar