133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

yfirlýsing gegn stuðningi við innrásina í Írak.

13. mál
[16:51]
Hlusta

Jón Kristjánsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég endurtek það sem ég hef áður sagt. Það var tvennt sem var kynnt í ríkisstjórn þennan morgun sem ég man vel eftir, því að mál sem þessi eru ekki á hverjum degi í umræðu, sem betur fer. Það var að leyfa yfirflug á Keflavíkurflugvelli og taka þátt í uppbyggingunni. Það var þetta tvennt sem var kynnt. Og þetta var með nákvæmlega sama hætti og við höfum tekið þátt í „átökum“ áður. Við tókum þátt í Kosovo-stríðinu með þessum hætti. Þetta var nákvæmlega það sem skeði þennan örlagaríka morgun. Þessu var ekki mótmælt í ríkisstjórninni. Menn höfðu miklar áhyggjur. Ég hafði miklar áhyggjur en þetta er staðreynd málsins.