breyting á IV. viðauka við EES-samninginn.
Virðulegi forseti. Ég vildi koma því á framfæri, eins og ég sagði áðan, að búið er að tilkynna EFTA og ESB um töfina. Margar þessara gerða eru stórar og það er ekki hægt að fara með þær fyrir þingið fyrr en búið er að þýða þær að fullu. Ég vil sérstaklega vekja athygli á því að verið er að fjölga þýðendum hjá Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins og nýlega ákvað hæstv. utanríkisráðherra Valgerður Sverrisdóttir að bæta við þýðendum þannig að þýðingarbiðin styttist.
Ég tel að við séum ekki að skylda okkur á neinn hátt til að tengjast raforkukerfum erlendra ríkja en utanríkisnefnd mun að sjálfsögðu fara heildstætt yfir málið.