133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

breyting á IX. viðauka við EES-samninginn.

649. mál
[19:07]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Varðandi sex mánaða frestinn sem hér er aftur til umræðu er hann til að staðfesta ákvörðunina, þ.e. til að tryggja lagastoð fyrir ákvörðuninni en ekki til að innleiða.

Varðandi spurninguna um óréttmæta viðskiptahætti er það skilgreint í tilskipuninni. Ég get ekki svarað nákvæmlega á þessari stundu hvaða áhrif tilskipunin mun hafa á núgildandi íslenska viðskiptahætti, það er nokkuð sem verður að skoða í utanríkismálanefnd þannig að ég get ekki farið í neinum smáatriðum yfir það hvort innleiðingin muni breyta einhverju fyrirkomulagi sem nú ríkir á markaðnum.