133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

breyting á IX. viðauka við EES-samninginn.

649. mál
[19:10]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Varðandi það hvenær lögin og tilskipunin sem við erum að flytja hér taka gildi er nóg að væntanleg lög taki gildi um áramótin. Við verðum ekki of sein þó að ekki komi inn lagafrumvarp fyrr en í haust.

Varðandi spurninguna um það hvað eru óréttmætir viðskiptahættir felst engin uppstokkun í hinni væntanlegu lagasetningu sem byggir á þessari tilskipun. Ákvæði um hvað er óréttmætt er svipað og er í rétti okkar í dag og því tel ég ekki að um einhvern allt annan markað verði að ræða hér eftir að þessi tilskipun er sett.

Ég ítreka, virðulegur forseti, að utanríkismálanefnd mun fara yfir þetta mál og væntanlega ræða þær spurningar sem komu upp í umræðunum.