133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

réttarstaða liðsafla aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins o.fl.

655. mál
[20:53]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta var mjög fróðlegt. Ég spurði hæstv. ráðherra í hvað fjármunir Íslendinga færu í Írak, í hvaða mikla, jákvæða uppbyggingarstarf sem hæstv. ráðherra talaði um. Hæstv. ráðherra sagðist ekki hafa yfirlit yfir ráðstöfun fjárins en hún hafði yfirlýsingar miklar og alhæfingar um hið jákvæða uppbyggingarstarf. Þegar spurt er í hverju það liggi fást engin svör, ekki stendur steinn yfir steini þar. Þetta er stefna Framsóknarflokksins í hnotskurn. Menn vita ekki hvað þeir eru að gera, og þurfa ekki að vita annað en að fylgja skipunum frá Washington.