133. löggjafarþing — 83. fundur,  2. mars 2007.

mannvirki.

662. mál
[00:21]
Hlusta

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langaði að ræða lítillega það sem hv. þm. Mörður Árnason kom inn á varðandi málefnin í Mosfellsbæ sem hafa verið til umræðu. Ég vildi leiðrétta hv. þingmann í því að bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafi ekki hvikað frá þeirri ákvörðun sem hefur verið tekin en í dag var ákveðið að draga framkvæmdaleyfi til baka þar sem búið er að kæra framkvæmdina til úrskurðarnefndar byggingarmála.

Mér finnst þetta mál sýna í kjölinn hvað skipulagsmál eru flókin í eðli sínu en bæði Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra eru búin að staðfesta þessa framkvæmd. Mér sýnist að með frumvarpinu sé verið að leitast við einfalda og skýra þessi mál frekar og ég tel það mikilvægt.