133. löggjafarþing — 84. fundur,  8. mars 2007.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

669. mál
[14:21]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þarna fer hv. þm. Jón Bjarnason með mjög rangt mál og rangar fullyrðingar. Það er staðið við allt sem í þessum samningi stóð. Það var rætt um að lögin féllu út á þessum tímapunkti og þau gera það. Hins vegar koma þau hér inn í sólarlagsákvæðum sem þóttu eðlileg vinnubrögð og eru ekki sérstaklega tekin upp. Bændur voru sammála þessari niðurstöðu, þau færu út með þessum hætti og við erum að standa við það. Þau fara út nákvæmlega á þeim tímapunktum sem um var talað. Ég bið þess vegna hv. þm. Jón Bjarnason að fara með rétt mál í ræðustóli Alþingis og hætta öllum útúrsnúningum.