133. löggjafarþing — 84. fundur,  8. mars 2007.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

669. mál
[15:18]
Hlusta

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, ég held að svarið sé nei. Ég held að það sé ekki sæmandi að við förum að framvísa valdi ráðherrans til einhverra hagsmunasamtaka. Hins vegar hef ég alltaf litið þannig á að ef við settum slíka heimild inn, og þannig hef ég hugsað mér breytingartillöguna, fyrir ráðherrann, þ.e. að hann gæti gert þetta, að fengnu samþykki eða áskorun Bændasamtakanna. Ég ætlast alls ekki til þess að það verði nokkurn tíma gert án vilja þeirra, vitundar og beiðni en það væri alltaf framkvæmdarvaldið sem mundi annast það, ekki hagsmunasamtökin.