133. löggjafarþing — 85. fundur,  9. mars 2007.

mælendaskrá í athugasemdum.

[11:16]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Í upphafi umræðunnar var það orðað af stjórnarandstöðunni að taka það mál sem hér var opnað á um störf þingsins til umræðu á morgun. Ég mundi gjarnan vilja vita hjá hæstv. forseta mjög fljótlega hvernig hún hyggst haga morgundeginum. Það hagar svo til fyrir okkur þingmenn í Norðvesturkjördæmi að við þurfum á sunnudegi a.m.k. að tryggja það að við getum verið á Ísafirði og veðurspáin er kannski ekki þannig fyrir Vestfirði að það sé mjög hægt að tryggja flug. Ég hefði gjarnan viljað vita og mælist til þess af hæstv. forseta varðandi fundarstjórnina að það verði rætt fyrr en seinna hvernig menn ætla þá að standa að fundarhaldi á morgun ef forseti ætlar að halda fund á morgun sem er auðvitað á hennar valdi, hæstv. forseta, en mælist til að fyrr en seinna liggi fyrir einhver áætlun.