133. löggjafarþing — 85. fundur,  9. mars 2007.

skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra.

541. mál
[16:28]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég tek undir það að við eigum að ræða þessa hluti. Kannski höfum við gert of lítið af því. En við eigum að ræða þá út frá öðrum grunnforsendum en þeim sem Frjálslyndi flokkurinn hefur rekist á í eftirmála rekstrarhagfræðings þar sem hann setur upp hagfræðilegt líkan og leyfir sér, væntanlega meðvitað, að gleyma menningarlegum og félagslegum þáttum o.s.frv.

Niðurstaðan mín er þessi, sem ég skal nefna enn einu sinni. Það er ekki pólitískt umræðuefni að hingað flytji 3–10 milljónir manna á næstunni. Þeir sem vilja gera það að pólitísku umræðuefni skulu setja það á borðið en sleppa því að kenna þær hugmyndir við Samfylkinguna.