133. löggjafarþing — 85. fundur,  9. mars 2007.

málefni aldraðra.

559. mál
[16:38]
Hlusta

Frsm. heilbr.- og trn. (Guðjón Ólafur Jónsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti á þskj. 1045 um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum. Nefndarálitið er frá heilbrigðis- og trygginganefnd.

Nefndin hefur fjallað um málið og m.a. fengið á sinn fund fulltrúa frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og fulltrúa frá fjármálaráðuneyti. Með frumvarpi þessu er lagt til að þeir sem hafa fjármagnstekjur greiði gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra en skv. 10. gr. gildandi laga eru þeir undanþegnir gjaldinu. Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Auk mín skrifa undir nefndarálitið hv. þingmenn Ásta Möller, Ásta R. Jóhannesdóttir, Ellert B. Schram, Pétur H. Blöndal, með fyrirvara, Kristján L. Möller, Ingvi Hrafn Óskarsson, Sæunn Stefánsdóttir og Þuríður Backman. Hv. þm. Valdimar L. Friðriksson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti heilbrigðis- og trygginganefndar.