133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

afturköllun þingmáls.

[15:02]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá hæstv. forsætisráðherra Geir H. Haarde, dagsett í dag:

„Ég hef ákveðið að kalla aftur mál nr. 415, frumvarp til laga um heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar, er lagt var fram á yfirstandandi þingi, sbr. 1. mgr. 60. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis.“