133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

atvinnu- og byggðamál á Vestfjörðum.

[15:15]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Ég er með þessa ályktun hér í höndunum eins og hv. þingmaður og vil segja fyrir mitt leyti að mér finnst hún málefnaleg og innlegg í þann vanda sem við er að fást á Vestfjörðum. Hið beina tilefni ályktunarinnar og fundarins er væntanlega það að tiltekið einkafyrirtæki, Marel, hefur tilkynnt ráðstafanir til hins verra á sínum vegum fyrir vestan. Ber vissulega að harma það. Ég get fullvissað hv. þingmann og þingheim allan um að það er fullur vilji til þess af hálfu ríkisstjórnarinnar að fara yfir þessi mál með þeim hætti að árangri geti skilað fyrir Vestfirði og munum við ræða sérstaklega í ríkisstjórninni á morgun hvernig best verður að því staðið.