133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

atvinnu- og byggðamál á Vestfjörðum.

[15:17]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Ég vil aðeins bæta því við, virðulegi forseti, að ríkisstjórnin er að sjálfsögðu tilbúin til samstarfs við þingmenn kjördæmisins um það sem mætti verða til lausnar í þessu máli. Ég bendi á að þrír þingmenn kjördæmisins sitja í ríkisstjórninni þannig að það eiga að vera hæg heimatökin. (Gripið fram í.)

Ég tel að það sem hv. þingmaður leggur inn í þessa umræðu sé jákvætt. Ég fagna því að þetta er ekki gert með stóryrðum eins og oft er. Við munum sannarlega fara vel og vandlega yfir það með hvaða hætti best verður að þessu staðið. Ég þakka hv. þingmanni fyrir það frumkvæði að taka þetta hér upp.