133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[16:06]
Hlusta

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ekki var mikið kjöt á beinunum í þessu andsvari.

Það er athyglisvert í þessu samhengi að vísa til þess að einn helsti hugmyndafræðingur þessarar ríkisstjórnar, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, ritaði grein í Wall Street Journal fyrir tveimur eða þremur árum þar sem hann lýsti því yfir að ekki hefði tekist nægilega vel að tryggja séreignarrétt á náttúruauðlindum eins og Davíð Oddsson, þáverandi hæstv. forsætisráðherra, vildi ná fram. Því spyr ég hæstv. forsætisráðherra: Er sú tillaga sem hér liggur fyrir tilraun til að ná fram þeirri hugmyndafræði sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson, einn helsti hugmyndafræðingur ríkisstjórnarinnar, hefur haft um að tryggja séreignarrétt á náttúruauðlindum? Svo virðist vera, virðulegi forseti, eins og textinn liggur fyrir.