133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[18:00]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þau ákvæði sem hv. þingmaður er að tala um eru að sjálfsögðu sett með lögum. Þetta er almennt, stutt og skýrt ákvæði. Eins og ég tók oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum fram er málið einmitt þetta, heimildirnar haldast eins og þær eru, þær öðlast ekki beinan eignarrétt með hefð, heldur er komið hreinlega og sterklega og opinberlega í veg fyrir það með ákvæði um að um þjóðareign verði að ræða.