133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[19:11]
Hlusta

Jón Kristjánsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef margtekið það fram að það gengu aldrei atkvæði í nefndinni um þetta mál. (Gripið fram í: … spurði …) Það voru uppi ýmsar skoðanir á því í nefndinni og það komu fram frá öllum flokkum skoðanir þess efnis að það þyrfti að skoða þetta mál betur, þær skoðanir komu vissulega fram. Þær komu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, þær skoðanir komu frá fleiri flokkum að leggja þyrfti álit auðlindanefndar til grundvallar, eins og það var orðað. Það kom vissulega fram við þessa umræðu og ég held að hv. þingmaður sé kominn dálítið fram úr sér að væna mig um eitthvert undirferli í þessu efni.