133. löggjafarþing — 86. fundur,  12. mars 2007.

stjórnarskipunarlög.

683. mál
[23:35]
Hlusta

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var athyglisverð ræða þótt hún hafi ekki komið inn á það ákvæði sem hér er til umræðu. Fyrr í kvöld talaði hæstv. umhverfisráðherra og skýrði á sinn hátt hvað felst í ákvæðinu, m.a. að markmiðið sé að tryggja eignarhald þjóðarinnar á náttúruauðlindum sem ekki eru háðar einkaeignarrétti. Auðlindirnar verði ekki afhentar varanlega og þá helst ekki nema gegn gjaldi, eins og hæstv. umhverfisráðherra skýrði það. Hann fór reyndar mjög víða og leitaði víða fanga, m.a. á nefndarfundum Framsóknarflokksins o.s.frv.

Mig langaði að spyrja hv. þingmann hvort þessi skilningur hæstv. umhverfisráðherra sé sá sami og skilningur hv. þingmanns. Ef svo er sýnist mér að hér gæti myndast góð sátt. Ef allir flokkar hafa sama skilning á því hvað menn ætla að að gera er auðvelt að breyta textanum á þann veg.